Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu, sbr. lög um lögheimili nr. 21/1990. Samkvæmt lögum nr. 73/1952 um aðsetursskipti, ber íbúum að tilkynna um flutning til íbúaskrár innan viku frá flutningi, bæði flutning innanbæjar og milli sveitarfélaga. Tilkynna ber flutninga á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, þar er opið frá kl. 09:30-15:30 alla virka daga. Tilkynningarnar eru síðan sendar til Hagstofu Íslands.

Eyðublöð er hægt að nálgast rafrænt hér.