- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
European Pro Series skotmót verður haldið á skotsvæðinu í Kolgrafafirði um næstu helgi, 16-17, innsti hluti Kolgrafafjarðar. Hér að neðan er tilkynning frá stjórn Skotfélags Snæfellsness.
TILKYNNING: Ágætu sveitungar og vinir. Um helgina fer fram European Pro Series skotmót á skotæfingasvæðinu okkar í Kolgrafafirði. Mótið hefur verið í undirbúningi í rúmt ár og tugir einstaklinga koma að undirbúningi s.s. sveitarfélögin, landeigendur, lögreglustjóri, tollstjóri o.fl. Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir félagið okkar og PRS Ísland að fá að halda þetta stóra mót og ekki síst mikil landkynning fyrir Snæfellsnesið í heild. Keppendur koma m.a. frá stærstu skotdeildum í Ameríku og Evrópu og Ken Wheeler eigandi PRS verður á staðnum. Af öryggisástæðum þurfum við að loka innsta hluta Kolgrafafjarðar tímabundið og sömuleiðis mótokrossbrautinni á meðan á mótinu stendur. Það kann að valda einhverjum óþægindum, en við vonum að fólk hafi skilning á því og við biðlum til fólks að vera ekki í útivist í nálægð við lokanir þessa helgi. Skotið verður frá morgni til kvölds bæði laugardag og sunnudag og við bjóðum alla áhugasama velkomin að koma og fylgjast með mótinu. Hér er hægt er að kynna sér út á hvað keppnin gengur.
https://youtu.be/eSMvUlLlR3g?si=9KOvB3WX0f-7V2Sp
Virðingarfyllst Stjórn Skotfélags Snæfellsness