Meistaramót íslands í frjálsum var haldið um helgina. Fyrir okkar hönd kepptu þau Eva Kristín og Hákon Ingi. Eva Kristín varð íslandsmeistari í kúluvarpu með glæsilegu íslandsmeti í sínum aldurshóp,hún kastaði kúlunni 13,33 sem er 22ja cm bæting á metinu. Eva Kristín er ein af  efnilegusti kösturum landsins í dag og er í úrvalshópi FRÍ.  Hákoni Inga gekk ekki eins en öðlaðist þarna dýrmæta reynslu.

Hilmar Sigurjónsson frá Víking Ólafsvík fór einnig á mótið með okkur og endaði hann í 3 sæti í langstökki með og án atrennu ,3 sæti í þrístökki með og án atrennu og 3-4 sæti í hástökki.

Það stóð tæpt að krakkarnir okkar gætu verið með því að engar upplýsingar bárust frá HSH um þetta mót og var það fyrir tilviljun að Kristín Halla frjálsíþróttaþjálfarinn okkar tók eftir því hvenær síðasti skráningardagur væri. Þegar farið var að ath hjá HSH hvers vegna engar upplýsingar hefðu borist um mótið vöru svörinn þau að framkvæmdastjóri HSH sá ekki ástæðu til að senda okkur upplýsingarnar því hún hélt að við ættum enga til að senda á mótið! En þess má geta að innan HSH eru 2 unglingar í úrvalshópi Frjálsíþróttasambands Íslands.  Þetta finnst okkur alveg út í hött og vonumst til að svona komi ekki fyrir aftur. 

Til hamingju með árangurinn Eva Kristín þetta var frábært hjá þér!