Af vef skessuhorns.

Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni var afhent á Bessastöðum í gær. Það var Landnámssetur Íslands í Borgarnesi sem hlaut verðlaunin að þessu sinni og tóku hjónin Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson við þeim. Auk Landnámssetursins var Eyrbyggja – Sögumiðstöð í Grundarfirði tilnefnt til verðlaunanna og Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Verðlaunin veitti Dorrit Moussaieff forsetafrú en hún er jafnframt verndari Eyrarrósarinnar. Landnámssetrið fékk að launum fjárstyrk að upphæð1,5 milljón króna og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur.

Tilnefndir ásamt Dorrit forsetafrú.