Á næstkomandi föstudagkvöld verðurBæringsstofa, fyrsti áfanga Eyrbyggju – Sögumiðstöðvar í Grundarfirði, að Grundargötu 35, formlega opnuð og eru gestir Á góðri stund velkomnir að líta inn og hlýða á fjölbreytta dagskrá um helgina.

 

Bæringsstofaverður fullkominn ráðstefnu- og bíósalur þar sem gert er ráð fyrir að sýna ljósmyndir Bærings Cecilssonar og annarra á tjaldi, auk kvikmynda í náinni framtíð. Salurinn er búinn nýjustu tækni til þessara hluta. Í salnum verða sæti fyrir um 40 gesti í upphækkuðum bíóstólum.

Gestastofaverður andlit Sögumiðstöðvarinnar og anddyri Bæringsstofu og annarra sala hússins þegar þeir komast í notkun á síðari stigum. Gestastofa er líklega besta þýðingin á enska hugtakinu Visitors´ Centre. Í Gestastofuna geta allir komið án þess að eiga þangað sérstakt erindi og þó þeir ætli sér ekki að kaupa neitt. Gestastofan mun verða látlaus og hugguleg. Þar geta gestir keypt miða á sýningar annarsstaðar í húsinu, fengið upplýsingar um þjónustu í Grundarfirði og í nágrannabyggðum, keypt sér drykki og verslað minjagripi.

Það sem haft hefur verið að leiðarljósi við uppbyggingu Sögumiðstöðvar:

•         Við höfum valið okkur leið þar sem markmiðum er skipt niður í áfanga þannig að fjármagn til verkefna ræður för. Þess vegna er okkur ekki fyllilega ljóst hvernig okkar verkefni lítur út endanlega. Við vitum hverju við viljum ná fram, en ekki nákvæmlega hvernig. En við vitum hvert við erum að fara.

Sögumiðstöðin okkar býður upp á eftirtalda dagskrá á sínum vegum, vítt og breytt alla helgina.

Bæringsstofa
Ljósmyndari af líf og sál.
Sýnishorn úr safni Bærings Cecilssonar

Þá riðu hetjur um héruð

Myndir úr 70 ára sögu Ungmennafélagsins

Grundarfjörður í nútíð

Nýlegar myndir frá ýmsum aðilum

Einu sinni voru karl og kerling....

Ævintýravaka, gömul ævintýri fyrir börn

Seisei já

Sagnavaka fyrir fullorðna

Hlaðvarpinn

Varpkeppni að fornum sið

 

Verið velkomin í Eyrbyggju – Sögumiðstöð!