Hafnar eru framkvæmdir við stækkun Eyrbyggju – Sögumiðstöðvar.  Breytingar sem gera þarf á húsinu vegna breyttrar notkunar er töluverðar og miklum tíma hefur verið varið í hönnun er taki mið af því að ná fram mestu mögulegu hagkvæmni jafnframt glæsilegu útliti. Orri Árnason arkitekt á arkitektastofunni Zeppelín hefur séð um alla arkitektavinnu. 

 

Framhlið sögumiðstöðvar

Orri gaf alla sína vinnu og félaga sinna á stofunni. Þetta geri Orri í minningu afa síns, Emils Magnússonar kaupmanns sem byggði húsið og rak þar verslunina Grund í um 2 áratugi. Framkvæmdir við Sögumiðstöðina hafa tafist nokkuð vegna veðurs en ráðgert var að hefjast handa við að nýtt útlit hússins í byrjun febrúar.  Verkfræðiteikningar voru unnar hjá Almennu verkfræðistofunni í Reykjavík og var sú vinna lögð inn sem stofnframlag sjálfseignafélagsins.

Frábært fólk Eyrbyggjarnir.

 

Blómabúðin verður hjallur