Ljósmyndavefur Bæringsstofu verður virkur þann 24. mars nk. Inn á vefinn hafa verið settar um 800 myndir frá ýmsum tímum úr safni Bærings Cecilssonar. Þennan dag hefði Bæring heitinn orðið 81 árs og er nú ár liðið frá því að ættingjar hans afhentu Grundarfjarðarbæ safn hans. Hér á bæjargátt Grundarfjarðar hefur verið komið fyrir merki Bæringsstofu og komast notendur inn á myndver Bæringsstofu með því að velja merkið.

 

Þegar forsíða Bæringsstofuvefsins er kölluð fram birtast tilviljanakenndsýnishorn úr myndagrunninum. Með því að smella á mynd birtist hún stærri á næstu skjámynd. Fyrir neðan myndina er hnappur þar sem gefinn er kostur á að senda safninu upplýsingar um myndina. Með því að smella á þann hnapp kemur upp ný valmynd þar sem hægt er að slá inn upplýsingar um sendanda og myndina. Einnig er hægt að skoða innsendar upplýsingar um hverja mynd á þessari síðu.
 

Á síðunni er öllum boðið að takaþátt í skráningu safnsins og styrkja þar með grunn þess mikla safns. Þátttaka almennings er forsenda betri skráningar. Njótið vel og gerið Bæringsstofu að öflugu og skemmtilegu heimildasafni.