Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar færði Björgunarsveitinni Klakki í Grundarfirði veglega gjöf á dögunum. Starfsmannafélagið færði sveitinni vatnsdælu til notkunar fyrir bátasveit Klakks. Dælan getur nýst vel ef upp koma neyðartilvik þegar þarf að dæla upp úr bátum úti á sjó. Dælan afkastar 500 lítrum á mínútu og er létt og meðfærileg.

Það var Ketilbjörn Benediktsson formaður Klakks sem tók við dælunni frá þeim Valgeiri Magnússyni slökkviliðsstjóra, Garðari Svanssyni aðstoðarslökkviliðsstjóra og Óskari Sigurðssyni varðstjóra sem einnig er liðsmaður í björgunarsveitinni.