Fálkaskátar (10-12 ára) í Skátafélaginu Erninum - Æskulýðsfélagi Setbergssóknar í Grundarfirði vilja gera vel fyrir samfélag sitt. Fimmtudaginn 6. október nýttu þeir fundartímann sinn til að sópa, moka og gera fínt í kringum leikskólann Sólvelli og leiktæki barnanna því flest hafa þau taugar til gamla leikskólans síns.

 

Þrátt fyrir að skóflur og sópar séu í illráðanlegri stærð fyrir svona ungt fólk þá var ekkert dregið af sér og árangurinn var eftir því, stórglæsilegur. Við þökkum Áhaldahúsi bæjarins fyrir að lána okkur skóflur, sópa, ruslapoka og kerru til að setja afraksturinn í.