Fimmtudagskvöldið 17. nóvember hélt nemendafélagið Fantasíukeppni meðal nemenda í 8. – 10. bekk.  Fantasíukeppni er hluti af starfi Samfés sem er Samtök félagsmiðstöðva. Í gærkveldi kepptu fimm lið, þrjú þeirra komu úr 8. bekk , eitt úr 9. bekk og eitt úr 10. bekk.

Þátttakendur stóðu sig allir frábærlega og komu hugmyndir þeirra skemmtilega á óvart en þema keppninnar í ár er rusl.

 

Liðið Ruslapappír stóð uppi sem sigurvegarar en það lið skipuðu þær Jóhanna Steinþóra, Sonja, Silja Rán og Dagfríður Ósk sem jafnframt var mótel liðsins. Í öðru sæti var liðið Ruslaheimar sem var skipað þeim Ólöfu Rut, Klaudiu og Margréti sem jafnframt var mótel liðsins. Innilega til hamingju með sigurinn.  Sjá myndir á heimasíðu Grunnskóla Grundarfjarðar.