Við í Grunnskóla Grundarfjarðar fengum loksins

þann lottóvinning að fá til okkar svokallaðan farkennara frá Danmörku. Þetta er verkefni sem hefur verið í gangi hér á Íslandi í mörg mörg ár og er styrkt af Danska sendiráðinu og Danaveldi sjálfu. Daman sem við fengum hetiri Stine Falk og verður hún hjá okkur í 4 vikur. Hún býr inni í Stykkishólmi, en þar er hún búin að vera í 4 vikur og svo þegar hún er búin með þessar vikur hér fer hún út í Snæfellsbæ. Allir nemendur skólans, sem eru núna í dönsku, njóta góðs af komu hennar því hún leggur sérstaklega mikið upp úr að nemendur tali dönsku í tímunum, enda talar hún bara dönsku við þá.

 

Við erum ákaflega glöð að hafa fengið Stine hingað til okkar, bæði

nemendanna vegna, sem og dönskukennarans sem á eftir að læra alveg helling af komu hennar !