Álagningu fasteignagjalda ársins 2013 er lokið. Álagningarseðlar hafa verið póstlagðir til allra fasteignaeigenda. Jafnframt eru álagningarseðlar birtir á vefsíðunni www.island.is.

Gjalddagar eru tíu eins og var í fyrra. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út nema til eldri borgara og fyrirtækja. Greiðsluseðlar eru birtir í heimabönkum og þar er hægt að prenta út greiðsluseðil. Eins og áður má einnig greiða fasteignagjöld með kreditkorti eða beingreiðslum af bankareikningum. Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar og eindagi 30 dögum síðar.

Vatnsgjald er innheimt af Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirspurnum um vatnsgjald ber að beina til Orkuveitunnar í síma 516 6000 eða með tölvupósti á netfangið or@or.is.

Afsláttur fasteignaskatts til eldri borgara og öryrkja er reiknaður til bráðabirgða m.v. tekjur ársins 2011 þar til álagning vegna tekna ársins 2012 liggur fyrir. Þá verður afsláttur reiknaður endanlega og verða allar breytingar tilkynntar bréflega.

Heildarálagning að fjárhæð 25.000 kr. og lægri kemur óskipt til greiðslu 1. maí.

Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni í síma 430 8500 á opnunartíma skrifstofunnar milli kl. 10 og 14. Einnig má senda fyrirspurn á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is.

Álagningarákvæði fasteignagjalda 2013

Afsláttur til eldri borgara og öryrkja