Félagsráðgjafi þarf að sinna fjölbreyttum verkefnum félagsþjónustunnar. Um er að ræða félagsráðgjafa eða einstakling með menntun á félags- eða uppeldissviði og helst með reynslu af störfum innan félagsþjónustu og barnaverndar.

 

Starf tómstunda- og forvarnarfulltrúa er samstarfsverkefni Félags- og skólaþjónustunnar og Fjölbrautarskóla Snæfellinga með möguleika á kennslu í hlutastarfi . Nánari upplýsingar varðandi kennsluna  gefur Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari í síma864-9729.

Að Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga standa sveitarfélögin Stykkishólmur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit og Snæfellsbær. Hjá stofnuninni starfa forstöðumaður, félagsráðgjafar, kennslu- og námsráðgjafi, tómstunda- og forvarnarfulltrúi ásamt sálfræðingum og talmeinafræðingum í hlutastörfum.

 

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður FSS Albert Eymundsson (albert@skoli.net) eða í síma 430 7800 / 861 7802. Umsóknir skulu berast Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ í pósti eða tölvupósti fyrir 1. maí n.k.