- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Helgi Rafn |
Benedikt Berg |
Við í félagsmiðstöðinni Eden byrjuðum veturinn á því að fá nýja aðstöðu sem staðsett er í grunnskólanum. Rýmið sem við höfum nú er bæði stærra og aðgengilegra en það sem við vorum í áður. Með þessum breytingum hefur mæting unglinganna aukist til muna, auk þess sem rýmið býður uppá meiri möguleika hvað varðar dagskrá og fjölbreytileika. Við vorum svo heppin að Tilvera var tilbúin að styrkja okkur um grjónapúða og gátum við keypt fimm nýja púða sem hafa vakið mikla lukku og viljum við þakka þeim kærlega fyrir það.
Mikið hefur verið um að vera í félagstarfinu í vetur. Félagsmiðstöðin hefur verið opin tvisvar í viku og hefur dagskráin verið fjölbreytt, t.d. kökukeppni, fótboltaspilskeppni og bandhero. 7. bekkur fær sín kvöld og svo er haldið diskótek fyrir 1.-4. bekk og 5.-7. bekk. Einnig hefur verið mikið um stóra viðburði og byrjuðum við veturinn á Landsmóti Samfés sem fór fram í Fjallabyggð og var heila helgi. Helgina eftir var Félagsmiðstöðin Eden opnuð með svefnpoka og sundlaugapartýi sem var mjög vel mætt á, þrátt fyrir að margt annað hafi verið í boði á sama tíma. Í nóvember fórum við á hið árlega Forvarnarball í Borgarnesi þar sem unglingar frá Vesturlandi voru saman komnir að skemmta sér og spilaði Á móti sól fyrir dansi. Helgina 18.-19. nóvember var margt um að vera. Á föstudeginum tóku Benedikt Berg og Helgi Rafn þátt fyrir hönd Edens í Rímnaflæði sem er rappkeppni á milli félagsmiðstöðva. Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum þátt í þessari keppni. Allir sem taka þátt þurfa að semja lag og texta. Strákarnir okkar stóðu sig með stakri prýði og lentu í 2.sæti af 12 atriðum. Á laugardeginum var Fantasíu keppni á milli félagmiðstöðva sem nefnist Stíll og fer fram ár hvert í Reykjavík. Frá okkur fór eitt lið en í því voru Karen Líf, Monika, Anna Marý og Björg, sem var módelið þeirra. Þemað þetta árið var ævintýri, en keppendur þur fa að hanna fatnað, farða og greiða módelinu. Stelpurnar stóðu sig mjög vel, en alls tóku þátt 55 lið af öllu landinu.
Karen Líf, Monika, Anna Marý og Björg |
Það er margt framundan hjá okkur, t.d. Samfés, söngvakeppni Samfés og vonandi verður hægt að hafa samnes böll þar sem unglingar af Snæfellsnesi hittast og skemmta sér saman.
Einnig stefnum við á að hafa áfram fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í félagsmiðstöðinni.