Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir stöðu félagsráðgjafa lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf.

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Eyja-og Miklaholtshrepps.

Í sveitarfélögunum búa tæplega 3.900 íbúar.

 

Hjá FSS starfa auk forstöðumanns, skólasálfræðingur, tveir félagsráðgjafar, tveir þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafi, talmeinafræðingur auk starfsfólks dagþjónustu- og hæfingarstöðva og stuðningsþjónustu sveitarfélaganna.

 

Umsækjandi  hafi starfsréttindi félagsráðgjafa.

 

Verkefni félagsráðgjafa taka til almennrar félags- og skólaþjónustu, barnaverndar og stuðningsþjónustu sveitarfélaga.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags  Íslands.

 

Skrifleg umsókn er tilgreini  menntun, starfsferil, 1-2  umsagnaraðila ásamt prófskírteinum,  starfsleyfi og sakavottorði berist Sveini Þór Elinbergssyni, forstöðumanni sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um starfið

 í  síma 430-7800, 861-7802 og  tölvupósti sveinn@fssf.is

Klettsbúð 4, 360  Snæfellsbæ

 

 Umsóknarfrestur er til 15. desember