Þegar hátt í 200 manns heimsóttu Fellaskjól á 25 ára afmælisdeginum.

Kærar þakkir, vinir og velunnarar fyrir að gefa ykkur tíma í dagsins önn til að gleðjast með okkur á þessum tímamótum.

Markið hefur ætíð verið sett hátt og vandað til verka við að halda heimilinu OKKAR allra í hópi þeirra glæsilegustu í landinu.

Þökk sé nú hinum stóru og smáu afmælisgjöfum t.d. vinnuframlagi sem heimilinu bárust getum við látið marga drauma rætast, næst munum við byggja nýtt andyri úr áli og gleri, sannkallaða sólstofu. Setja upp merkinugu á heimilið með hinu nýja merki frá sr. Jóni Þorsteinssyni. Og að lokum viljum við geta þess að þessi frábæra þátttaka íbúa hvetur sannarlega til að takast á við að stækka

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól á næstu árum.