Kvenfélagið Gleym mér ei var með opið hús á Rökkurdögum sunnudaginn 25. okt. í Samkomuhúsinu. Tilgangurinn var að kynna félagið, tilgang þess og starfsemi. Félögum í Grundarfirði og Eyrarsveit var boðið að taka þátt í kynningardeginum og þáðu það 18 félög af þeim 22 sem náðist til. Með þessu vildi kvenfélagið styðja við þátttöku almennings í hvers konar félags- og tómstundastarfi. Þótti kynningin takast vel og stóðu þátttakendur sig með sóma eins og myndir frá deginum sýna. Lúðrasveit Tónlistarskólans spilaði fyrir gesti. SuN