- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Af heimasíðu Skessuhorns:
Ísak Hilmarsson |
Föstudaginn 21. desember útskrifaði Fjölbrautaskóli Snæfellinga ellefu nemendur með stúdentspróf, þar af luku 6 nemendur stúdentsprófi á þremur og hálfu ári. Við upphaf útskriftarathafnar fluttu Hólmfríður Friðjónsdóttir, kennari við skólann og Diljá Dagbjartsdóttir, nemandi nokkur jólalög á flygil og þverflautu. Síðar við athöfnina flutti Viktoria Kay, nýstúdent Preludiu í C-major eftir Johan Sebastian Bach á flygilinn. Valgerður Ósk Einarsdóttir dönskukennari kvaddi nýstúdenta fyrir hönd starfsfólks skólans og því næst flutti Ísak Hilmarsson, nýstúdent kveðjuávarp til starfsfólks. Að lokum veitti Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Birni Ásgeiri Sumarliðasyni viðurkenningu fyrir störf sín á þágu Nemendafélags Fjölbrautaskóla Snæfellinga en hann var fyrsti forseti þess.
Ísak Hilmarsson, nemandi á félagsfræðibraut og náttúrufræðibraut hlaut sex verðlaun við útskrift sína úr skólanum. Fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk hann verðlaun sem gefin eru af sveitarfélögunum sem standa að skólanum þ.e. Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ. Fyrir góðan árangur í íslensku, raungreinum og stærðfræði fékk hann verðlaun frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Fyrir góðan árangur í dönsku hlaut hann verðlaun frá Danska sendiráðinu og fyrir góðan árangur í þýsku fékk hann verðlaun frá Þýska sendiráðinu.
Friðrik Páll Friðriksson, nemandi á félagsfræðibraut fékk þrenn verðlaun fyrir góðan árangur í ensku og samfélagsgreinum frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Sendiráði Kanada
Einnig fékk Björn Ásgeir Sumarliðason viðurkenningu fyrir störf sín á þágu Nemendafélags Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Nemendur sem útskrifuðust með stúdentspróf af náttúrufræðibraut eru þau Heiða Steinsson, Sædís Alda Karlsdóttir og Viktoria Kay. Af félagsfræðibraut útskrifuðust Björn Ásgeir Sumarliðason, Drífa Árnadóttir, Friðrik Páll Friðriksson, Garðar Örn Tómasson, Heiðrún Höskuldsdóttir, Jóna Lind Bjarnadóttir og Ragnar Mar Sigrúnarson. Einn nemandi, Ísak Hilmarsson útskrifaðist af tveimur brautum, félagsfræðibraut og náttúrufræðibraut.
Að dagskrá lokinni var gestum boðið upp á kaffiveitingar í boði Fjölbrautaskóla Snæfellinga.