- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Firmakeppni Hesteigendafélags Grundarfjarðar var haldin laugardaginn 27. maí sl. Alls tóku um 45 fyrirtæki og einstaklingar þátt. Mótið fékk á sig alþjóðlegan blæ þar sem farþegar af skemmtiferðaskipi sem lá á firðinum komu og horfðu á.
Keppendur í unglingaflokki f.v.: Ástrós Eiðsdóttir, Saga Björk Jónsdóttir, Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ragnarsson og Ingólfur Örn Kristjánsson |
Dómari mótsins útskýrði fyrir erlendu áhorfendunum í hverju væri verið að keppa hverju sinni og sagði frá ýmsu sem laut að íslenska hestinum. Gestirnir voru yfir sig hrifnir og hafa sjaldan verið teknar jafn margar myndir af keppendum en á þessu móti.
Knapi mótsins var valin Ingólfur Örn Kristjánsson og hestur mótsins var Hetta frá Útnyrðinsstöðum í eigu Kolbrúnar Grétarsdóttur og Kristjáns M. Oddssonar, en Ingólfur Örn var knapi á Hettu.
Dómari mótsins var Ísólfur Líndal Þórisson.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
B flokkur
Unglingar
A flokkur
Barnaflokkur
Opið Tölt
Tölt barna og unglinga
Skeið
Ólafur Tryggvason og Lilja – Sægarpur ehf.
Fyrirtækjunum sem tóku þátt eru færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn.
Stjórn HEFG