Firmakeppni Hesteigendafélags Grundarfjarðar var haldin laugardaginn 27. maí sl. Alls tóku um 45 fyrirtæki og einstaklingar þátt. Mótið fékk á sig alþjóðlegan blæ þar sem farþegar af skemmtiferðaskipi sem lá á firðinum komu og horfðu á.

 

Keppendur í unglingaflokki f.v.: Ástrós Eiðsdóttir, Saga Björk Jónsdóttir, Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ragnarsson og Ingólfur Örn Kristjánsson
 

Dómari mótsins útskýrði fyrir erlendu áhorfendunum í hverju væri verið að keppa hverju sinni og sagði frá ýmsu sem laut að íslenska hestinum. Gestirnir voru yfir sig hrifnir og hafa sjaldan verið teknar jafn margar myndir af keppendum en á þessu móti.

Knapi mótsins var valin Ingólfur Örn Kristjánsson og hestur mótsins var Hetta frá Útnyrðinsstöðum í eigu Kolbrúnar Grétarsdóttur og Kristjáns M. Oddssonar, en Ingólfur Örn var knapi á Hettu.

Dómari mótsins var Ísólfur Líndal Þórisson.

 

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

B flokkur

 1. Kolbrún Grétarsdóttir og Feykir – Hrannarbúðin sf.
 2. Krístján M Oddsson og Mímir – Vélaleiga Kjartans og Svanhvítar
 3. Gunnar Kristjánsson og Fengur – Mareind ehf.

 

Unglingar

 1. Ingólfur Örn Kristjánsson og Hetta – Kristín Haraldsd. Nuddari
 2. Þorsteinn Már Ragnarsson og Hólmstjarna – Blómabúð Maríu
 3. Dagfríður Gunnardóttir og Einir – Snæþvottur ehf.

 

A flokkur

 1. Helga Hjálmrós Bjarnadóttir og Gáski – Hótel Framnes
 2. Kolbrún Grétarsdóttir og Spóla – Gráborg ehf.
 3. Ólafur Tryggvason og Lilja – Berg vélsmiðja ehf.

Barnaflokkur

 1. Rúnar Ragnarsson og Kristall – Vikublaðið Þeyr
 2. Guðrún Ösp Ólafsdóttir og Valur – Ferðaþjónustan Suður Bár

 

Opið Tölt

 1. Kolbrún Grétarsdóttir og Feykir – Snyrtistofan Ósk
 2. Kristján M. Oddsson og Mímir – Almenna Umhverfisþjónustan ehf.
 3. Gunnar Kristjánsson og Rökkvi – Dodds ehf.

 

Tölt barna og unglinga

 1. Ingólfur Örn Kristjánsson og Hetta – Djúpiklettur ehf.
 2. Þorsteinn Már Ragnarsson og Hólmstjarna – Guðmundur Runólfsson hf.
 3. Saga Björk Jónsdóttir og Léttir – Láki ehf.

 

Skeið

 1. Helga Hjámrós Bjarnadóttir og Gáski – Kaffi 59
 2. Bjarni Jónassonog Fluga – Landsbanki Íslands hf., Grundarfirði
 3. Ólafur Tryggvason og Lilja – Sægarpur ehf.

 

Fyrirtækjunum sem tóku þátt eru færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn.

 

Stjórn HEFG