Á milli jóla og nýárs var haldið firmamót í blaki til styrktar okkur blakkonum í bænum.  Þátttaka var góð og fimm lið tóku þátt, fjögur frá Grundarfirði og eitt frá Ólafsvík.  Hörkustemning myndaðist á pöllunum í úrslitaleiknum en þar áttust við sterkt lið Kóna úr Ólafsvík og lið Grundavals.  Það fór svo að Grundaval vann mótið eftir mikla baráttu. 

Mótið var allt hin besta skemmtun og viljum við koma þökkum til fyrirtækja í bænum sem tóku einstaklega vel í það að styrkja sitt lið á mótið.  Ætlunin er að gera þetta að árlegum viðburði og var því keyptur farandbikar sem prýðir Grundaval til næstu jóla. 

Með þökk og von um jafn góða þátttöku um næstu jól.