Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa í Grundarfjarðarbæ á fiskveiði 2009/2010 á grundvelli reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 82, 29. janúar 2010 og sérstakra úthlutnarreglna sem settar hafa verið fyrir Grundarfjarðarbæ.

 

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2010.

Úthlutunarreglur settar fyrir Grundarfjarðarbæ.

 

Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Grundarfjarðarbæjar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

1. Helmingi byggðakvótans, 25 þorskígildislestum, verði úthlutað samkvæmt  

ákvæðum reglugerðar nr. 82/2010.

2. Helmingur byggðakvótans, 25 þorskígildislestir, fari til að bæta þeim sem höfðu aflahlutdeild í skelfiski upp samdrátt vegna banns við skelfiskveiðum á Breiðafirði.

Reglur um úthlutum samkvæmt lið 2 hér að framan:

a) Rétt til að sækja um úthlutun byggðakvóta hafa útgerðir sem gera út fiskiskip frá Grundarfirði eða starfrækja þar vinnslu afla og höfðu aflaheimildir í hörpuskel á fiskveiðiárinu 2004/2005.

b) Aflinn skal veiddur af skipum gerðum út frá Grundarfirði.

c) Umræddur byggðakvóti skal unninn í Grundarfirði, samningur við fiskvinnslu skal fylgja umsókn.

d) Byggðakvóta samkvæmt umsóknum er uppfylla ofangreind skilyrði skal úthlutað á milli umsækjenda hlutfallslega miðað við aflahlutdeild í hörpuskel.

Ákvæði 4. gr. reglugerðar um 15 þorskígildislesta hámarksúthlutun er fellt niður í báðum töluliðum þessara sérreglna.