Fiskiveislan mikla hefur aldrei verið glæsilegri á Northern Wave en í ár. Hrefna Rósa Sætran dæmir fiskréttina ásamt Jon Favio Munoz Bang, yfirkokki á Hótel Búðum. Í verðlaun fyrir besta fiskréttinn eru 40.000 krónur og að auki verða sérstök verðlaun í boði.

 

 Hótel Búðir gefa dekurgjafabréf í deluxe herbergi auk fimm rétta kvöldverðar að hætti kokksins og Hrefna Sætran gefur gjafabréf fyrir tvo í níu rétta kvöldverð á Fiskmarkaðnum eða Grillmarkaðnum. Það er því til mikils að vinna í Fiskiveislunni miklu þetta árið. Skráning er þegar hafin á vef Northern Wave: http://www.northernwavefestival.com/about/.