Sumrin eru frábær tími til að nýta til að vera úti við og hafa gaman með vinum en sumarið er einnig frábært að nýta í að vera úti í sólinni og hreyfa sig.  9. júní næstkomandi fer ég af stað með fitness námskeið fyrir krakka og unglinga á aldrinum 12-18 ára. Námskeiðið verða haldin úti við, inni í íþróttahúsi í slæmu veðri og í sundlaug Grundarfjarðar.

 Námskeiðið er samsett af krefjandi leikjum, keppnis æfingum, hlaupi, þreki, leikjum í sundlaug, stöðvaþjálfun og mörgu fleiru.

Námskeiðin eru hugsuð sem undirbúningur fyrir keppni sem verður haldin um Grundarfjarðardagana þar sem öllum krökkum er boðið að taka þátt í fitness keppni. Þar verður þrautabraut með allskonar fjölbreyttum og krefjandi æfingum.

Námskeiðið kostar aðeins 8.000 þús kr en Grundarfjarðarbær styrkir krakka undir 18 ára aldri um 3.000 kr, og kosta því 5.000 kr. Þau verða 2 sinnum í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 4

Skráning í síma 777-3309

Anna Þorsteinsdóttir
Einka- og fitness þjálfari
S : 777-3309