Lögð voru á fjallskil fyrir árið 2008 og ákveðnir gangnadagar/réttardagar. Vorskoðun búfjáreftirlitsmanna voru grundvöllur fjallskila 2008.

Fyrri göngur eru laugardaginn í 22. viku sumars eða þann 20. september 2008 og réttað sama dag.

Seinni göngur eru laugardaginn í 24. viku sumars eða þann 4. október 2008 og réttað sama dag.

Réttað verður að Hömrum og Mýrum.