Undirbúningur fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar og stofnana 2004 stendur nú yfir.

 

Í auglýsingu í Vikublaðinu Þey var auglýstur frestur fyrir félagasamtök til að leggja fram styrkbeiðnir. Frestur hefur verið framlengdur og skal beiðni vera lögð fram á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í síðasta lagi föstudaginn 7. nóvember n.k.