Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og hægt er að sækja um styrki til menningarverkefna.

Í tilefni þess stendur menningarfulltrúi Vesturlands hjá SSV fyrir fjarkynningu um Uppbyggingarsjóð og menningarverkefni, hvernig á að bera sig að og svarar spurningum þátttakenda á Facebook-síðu SSV.

Jafnframt er hægt að bóka viðtal við menningarfulltrúa og fá ráðgjöf vegna menningarverkefna en að sama skapi er hægt að fá ráðgjöf vegna atvinnu- og nýsköpunarverkefna hjá atvinnuráðgjöfum SSV. Nánari upplýsingar um það er að finna á ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands. Við minnum á að skilafrestur umsókna er 17. nóvember n.k.

Fjarkynningin verður haldin miðvikudaginn 28. október kl. 17:30, og verður hún aðgengileg á síðunni eftir að streyminu lýkur.

Hér má finna hlekk á viðburðinn á Facebook