Í gær birtist í Vikublaðinu Þey auglýsing frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga um lausar stöður. Auglýstar eru 4,5 stöður framhaldsskólakennara, til að sinna íslenskukennslu, stærðfræði, ensku, dönsku og lífsleikni. Námsráðgjafi í 30% starf, bókasafns- og upplýsingafræðingur í 50% stöðu, kerfisstjóri í 50% stöðu og fjármálastjóri í heila stöðu.

 

 

Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. ágúst 2004. Í auglýsingunni kemur fram að gert sé ráð fyrir að allir starfsmenn skólans sitji námskeið áður en skólastarf hefst þar sem nýir kennsluhættir og vinnubrögð verða þjálfuð.

 

EB