Töfraheimar Norðursins

Kl. 15-18 eru Töfraheimar Norðursins sem er sögustund á bókasafninu. Þar er boðið upp á sögur og myndir í dimmum helli sem lesa má við vasaljós. Samkeppni um bestu myndina og söguna stendur til 11. óvember. Þessi viðburður er þjófstart á Norrænu bókasafnavikunni sem stendur dagana 8. til 11. nóvember. Nánari upplýsingar eru á vef bóksasafnsins.

Bingó foreldrafélags Grunnskólans

Kl. 16:30-18. 7. bekkur Grunnskólans verður með bingó í samkomuhúsinu. Veglegir vinningar í boði og spjaldið kostar aðeins 500 kr.

Spilakvöld

Kl. 20-22. Félag eldri borgara býður til félagsvistar í samkomuhúsinu. Þetta er opið kvöld og öllum velkomð að mæta. Þátttökugjald er 600 kr. og rennur það óskipt í vinninga fyrir slyngustu spilarana.

Kráarviska

Kl. 20-21:30. Meistaraflokksráð UMFG hefur haldið úti skemmtilegum spurningaleik á Kaffi 59 undanfarin misseri. Mikil og skemmtileg stemmning myndast þegar gáfnaljós og mannvitsbrekkur Grundarfjarðar og nærsveita berjast við miserfiðar og misgáfulegar spurningar. Að þessu sinni er þemað kvikmyndir. Keppt er í liðum og geta verið allt að fjórir í hverju liði. Skráning á staðnum. Þátttökugjald er 500 kr. á mann.

Kveldúlfur

Kl. 21:30-23:30. Kvikmyndaklúbburinn Kveldúlfur var stofnaður árið 2006 en starfsemin hefur legið niðri í nokkurn tíma. Nú verður félagsskapurinn endurvakinn á Kaffi 59.