Fyrir stuttu voru Grundfirðingar hvattir til að senda inn ábendingar, sparnaðarhugmyndir og/eða tillögur um leiðir til að bæta starfsemi sveitarfélagsins. Nú þegar frestur til skila er runnin út hafa fjölmargar ábendingar borist.

 

Hér má finna samantekt yfir þær hugmyndir sem bárust. Þær eru athygliverðar og margar tiltölulega einfaldar í framkvæmd. Öllum sem þátt tóku eru færðar þakkir fyrir fyrirhöfnina og áhugann á málefnum bæjarfélagsins.

Vert er að taka fram að það er aldrei of seint fyrir góðar hugmyndir. Ábendingum og tillögum verður áfram tekið fagnandi.