Í gær, 14. júní, var árleg afmælisganga Siggu Dísar á Eyrarfjall. Í ár var gangan liður í verkefninu Göngum um Ísland, fjölskyldan á fjallið. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á 20 fjöllum víðsvegar um landið, en öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á.

Markmið verkefnisins er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.

 

Ekki viðraði vel fyrir fjallgöngu þar sem bæði var rok og rigning. Á meðan fjallgangan var, voru 27 metrar á sekúndu í Grundarfirði en í Framsveit stytti upp fyrir gönguna en aðeins var hvasst á toppnum en fyrir neðan strákaskarð var logn. 19 manns mættu í gönguna víða að og voru allir mjög ánægðir að henni lokinni.