Fjölskyldudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á morgun, laugardaginn 27. nóv., kl. 14:00. Heitt súkkulaði og vöfflur verða til sölu sem og hinar ýmsu vörur í sölubásum.

9. bekkur mun bjóða upp á andlistmálun, fjöldi skemmtiatriða verða á boðstólnum og íþróttamaður Grundarfjarðar verður krýndur. Börn úr tónlistarskólanum leika á hljóðfæri og krakkar úr 3. bekk syngja nokkur lög. Stúlknabandið syngur og stelpur úr 9. bekk verða með dansatriði. Leikfangahappdrætti kvenfélagsins verður á sýnum stað. Ágóðinn af sölu happdrættismiða rennur til Grundfirðinga sem eiga við erfið veikindi að stríða.

Kveikt verður á jólatrénu í miðbænum á morgun, laugardag, kl. 17:00.