Laugardaginn 1. okt. síðastliðinn voru fjórir grundfirskir skátar úr Skátafélaginu Örninn - Æskulýðsfélagi Setbergssóknar í stórum hóp skáta í Bessastaðakirkju að taka við Forsetamerki skátahreyfingarinnar úr hendi hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Forsetamerkið er eina viðurkenningin sem forsetinn afhendir reglulega fyrir utan Fálkaorðuna, og er það æðsta viðurkenningin sem rekkaskátar geta unnið að í skátastarfi sínu. Það voru grundfirðingarnir Alexandra Geraimova, Sigurún Ella Magnúsdóttir, Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir og Marta Magnúsdóttir sem voru sæmdar Forsetamerkinu fyrir framúrskarandi frammistöðu sína í skátastarfi í Grundarfirði.