Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flaggað skuli í hálfa stöng við opinberar byggingar í dag í ljósi hörmunganna sem hryðjuverkin í Madrid hafa valdið. Þá hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands ákveðið að aflýsa árlegri veislu, sem átti að vera á Bessastöðum í kvöld til heiðurs ríkisstjórn, erlendum sendiherrum og æðstu embættismönnum íslenska ríkisins.

Frétt á www.mbl.is