Af vef Skessuhorns:

12. október 2007
Í gærkvöldi hélt sautján manna stórsveit Samúels Samúelssonar fjölmenna “funk” tónleika í Fjölbrautaskólanum í Grundarfirði. Mikil stemning myndaðist meðal áhorfenda sem voru vel með á nótunum allt kvöldin og ekki spillti spilagleði stórsveitarinnar fyrir og var því sannkölluð ,,Fnyk” stemning í skólanum. Stórsveitin lék tónlist af nýútkomnum diski sínum sem heitir einmitt Fnykur.

Samúel Jón Samúelson sagði í samtali við Skessuhorn að hann væri virkilega ánægður með viðtökurnar í Grundarfirði. “Hér komu miklu fleiri til að hlusta á okkur en á tónleikunum sem við héldum í Reykjavík kvöldið áður og þá er óþarfi að vera að vitna í neinar höfðatölur,” sagði Sammi.