Vinna við úrbætur á móttökusvæði hafnarinnar fyrir skemmtiferðaskip gengur vel. S.l. mánudag var ný flotbryggja sjósett, og vinna stendur yfir við frágang og fegrun. Gert er ráð fyrir að aðstaðan verði orðin glæsileg þegar fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur.