Út er komið í sjöunda sinn ritið Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, sem Eyrbyggjar – hollvinasamtök Grundarfjarðar standa að. Í ritinu í ár er að finna skrif um Skólahald í Eyrarsveit, Grundarfjarðarkirkju í 40 ár, flugslysið í Kolgrafafirði, sögu leikskólans, horfin hús o.fl. Þessa dagana er verið að ganga í hús og selja bækurnar. Þær verða einnig til sölu á hafnarsvæðinu um helgina og í Hrannarbúðinni eftir það. Bókin kostar 2.500 kr.