Á fyrsta fjórðungi ársins 2004 voru skráðar 12.875 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 7.400 innan sama sveitarfélags, 3.673 milli sveitarfélaga, 1.012 til landsins og 790 frá því. Á tímabilinu fluttust því 222 fleiri einstaklingar til landsins en frá því.  

Á þessu þriggja mánaða tímabili voru 16 aðfluttir til Grundarfjarðar og 13 brottfluttir. Íbúum í Grundarfirði hefur því fjölgað um 3 á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Annars staðar á Vesturlandi eru tölurnar eftirfarandi:

Á Akranesi fækkaði um 38, í Borgarfjarðarsveit fækkaði um 4, í Borgarbyggð fjölgaði um 1, í Stykkishólmi fækkaði um 4 og í Snæfellsbæ fækkaði um 5.

Sótt af vef Hagstofu Íslands, http://www.hagstofa.is