Hagstofa Íslands gaf í morgun út bráðabirgðatölur yfir mannfjölda þann 1. desember 2004. Íbúar í Grundarfjarðarbæ voru 938 en voru 936 á sama tíma í fyrra. Íbúum hefur því fjölgað um tvo. Á öðrum stöðum á Snæfellsnesi var nokkur fólksfækkun á milli ára.