Árlegt foreldramót í fótbolta verður haldið 10.ágúst kl 19:00.

Fyrirkomulagið er þannig að foreldrar/áhugamenn mæta og greiða 500 kr fyrir þátttökuna. Nöfn allra þátttakenda eru síðan sett í húfuna hans Elvars, síðan er dregið í lið og spilaðir nokkrir fótboltaleikir og er aðalspennan hvort að Liverpool aðdáendur lendi nú í Arsenal eða Manchester United.

Samskonar mót var haldið í fyrra haust og tókst vel, foreldrar mættu og sýndu mis góða takta en allir skemmtu sér vel og aðeins einn ákvað að gera þetta aldrei aftur þar sem hann var frá vinnu í 6 vikur eftir mótið. Mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur og frændur mætum á völlinn og sýnum okkar góðu knattspyrnusnilli.