Upplestrarkeppni 7. bekkinga grunnskólanna á Snæfellsnesi verður haldin á Hellissandi mánudaginn 10. mars n.k. kl. 20.00 í Grunnskólanum á Hellissandi.  Forkeppni nemenda í Grunnskóla Grundarfjarðar verður hins vegar haldin í kvöld fimmtudaginn 27. febrúar kl. 18.00 í Grundarfjarðarkirkju. Þar munu nemendur 7. bekkjanna keppa innbyrðis um hverjir komast í keppnina á Hellissandi.  Foreldrar og aðrir bæjarbúar eru hvattir til að mæta og fylgjast með nemendum.