Nemendum 1.-2.bekkjar gefst nú kostur á að skrá sig í Tónlistarskólann í sérstakan forskóla sem er undirbúningur fyrir frekara tónlistarnám.  Eins og kunnugt er geta síðan nemendur hafið eiginlegt tónlistarnám við 8 ára aldur (3.bekk). Vert er að taka fram að forskólinn er foreldrum að kostnaðarlausu.

           

Í forskólanum munu nemendur fá fjölbreytta kynningu á ýmsum hljóðfærum og tónlist úr ýmsum áttum auk þess sem áhersla verður lögð á söng, leiki, hrynmynstur og grunnskilning á helstu hugtökum byrjenda í tónlistarnámi.

 

Kennsla hefst kl.13 en hver kennslustund stendur yfir í 50 mínútur og verða 3-4 nemendur saman í hverjum hóp einu sinni í viku.

 

Skráning fer fram á netfangið: thordur@grundarfjordur.is eða í síma 6909601.

 

Skólastjóri