Gengið hefur verið frá ráðningu Aðalsteins Jósepssonar í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja og mun hann hefja störf innan tíðar.

Um er að ræða nýtt starf sem felur í sér yfirumsjón með öllum íþróttamannvirkjum bæjarins. Hingað til hefur umsjón með íþróttavöllum verið á hendi fleiri aðila sem hefur ekki reynst gott fyrirkomulag. Nú mun öll yfirumsjón með íþróttahúsi, sundlaug og íþróttavöllum vera hjá Aðalsteini.

Aðalsteinn er með stúdentspróf af íþróttabraut, hefur staðið í rekstri og starfað sem þjálfari.