Á síðasta fundi menningar- og tómstundanefndar var ákveðið að halda forvarnardag og er markmiðið að gera forvarnardaginn að árlegum viðburði. Þann 9. september næstkomandi ætlum við að halda daginn í fyrsta sinn.

  • Lögreglan fræðir nemendur í leik- og grunnskóla um umferðaröryggi
  • Vís gefur nemendum endurskinsmerki 
  • Emil Einarsson, sálfræðingur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, ræðir við nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga um einkenni kvíða og depurðar
  • Emil Einarsson flytur fræðsluerindi um kvíða. Erindið hefst kl 20.00 í Bæringsstofu. Það er Kvenfélagið Gleym mér ei sem býður bæjarbúum upp á erindið

Við vonum að sem flestir bæjarbúar njóti þeirrar fræðslu sem í boði verður á þessum fyrsta forvarnardegi okkar.