Handboltakappinn Logi Geirsson mætti í grunnskólann í gær og fór yfir forvarnir með nemendum. Krakkarnir hlustuðu af athygli á framsögn Loga og voru áhugasamir um fræðsluna. Meðal þess sem Logi fór yfir var markmiðasetning og áherslan á að fylgja sinni eigin sannfæringu.

Frábær heimsókn frá handboltakempunni góðu.