Þar sem veðrið virðist ekki ætla að leika við okkur áfram og völlurinn orðinn blautur og viðkvæmur, þá færum við fótboltaæfingarnar inn í íþróttahús. Allar æfingar hjá 5. og 6. flokk eru inni en ein æfing hjá 3. - 4. flokk er úti (sjá tímatöflu).

Í næstu viku mun Brynjar Kristmunds í samvinnu við Hermann Geir sjá um æfingar í fjarveru Freydísar, vegna náms.