Barnamót HSH

 

Keppendur UMFG á barnamóti HSH

 

Barnamót HSH í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og yngri, var haldið hér í Grundarfirði þriðjud 12 júlí.  Ágæt þátttaka var í mótinu og nýttu grundfirðingar sér það að halda mótið  og fjölmenntu.  Búið var að laga hlaupabrautirnar og skipta um sand í langstökksgryfjunni til að hægt væri að halda mótið.  Krökkunum frá UMFG gekk stórvel bætt flest sína árangra allverulega.

 

Það sem setti mark sitt á mótið var að lognið var eitthvað að flýta sér heldur mikið og var frekar hvasst niður á velli á meðan mótinu stóð, en krakkarnir voru svo ákveðin að klára mótið að þau létu hvergi deigan síga. 

Þess má geta að foreldrar stóðu sig eins og hetjur engu síður en krakkarnir í þessu roki að aðstoða við ritun og mælingar.

Landsbankinn styrkti þetta mót

 

 

Unglingamót HSH

 

Unglingamót HSH fyrir 12 -16 ára í frjálsum íþróttum var á síðustu stundu fært hingað í Grundarfjörð en það átti að vera á Lýsuhól.  Staðarsveitin treysti sér ekki til að manna starfsmenn mótsins vegna heyanna.  Mótið byrjaði vel í logni og blíðu en síðan fór að blása og það hressilega og tafðist mótið nokkuð af þeim sökum.  Krakkarnir úr UMFG stóðu sig að vanda vonum framar og voru að loknu móti hlaðin verðlaunapeningum og svo fór að UMFG vann stigakeppnina.  Og eru orðin nokkuð mörg ár síðan UMFG hefur unnið stigakeppni í frjálsum. Hákon, Hlynur, Steinunn Júlía, Sonja, Hermann, Arna Rún og Guðrún Björk, þið stóðuð ykkur frábærlega.

Kristín Halla.