Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar auglýsir til sölu hlutabréf Grundarfjarðarhafnar að nafnverði 3.862.694 kr. í hlutafélaginu Snæís hf. í samræmi við ákvörðun hafnarstjórnar um sölu bréfanna. Heimilt er að bjóða í hluta af heildareigninni.

 

Ársreikninga félagsins er hægt að nálgast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, en frekari upplýsinga um starfsemi félagsins skal aflað hjá stjórn þess eða endurskoðendum, skrifstofu Deloitte í Ólafsvík.

 

Tilboð skulu send hafnarstjóra á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í síðasta lagi 14. október n.k. þar sem fram koma upplýsingar um bjóðanda og tilboð hans, m.a. um boðið kaupgengi bréfanna.

Hafnarstjóri