Jóna Pálsdóttir deildarstjóri á þróunarsviði menntamálaráðuneytisins átti stóran þátt í mótun þeirrar hugmyndafræði sem Fjölbrautaskóli Snæfellinga byggir á.

Jóna vinnur nú að meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar það hvernig til tekst að hrinda þessari hugmyndafræði Fjölbrautaskólans í framkvæmd.

Jóna heldur úti vefsíðunnni www.jona.is og þar má lesa þetta m.a. um verkefnið:

 

Ég er svo heppin að hafa fengið að vinna að hugmyndafræðinni sem liggur að baki skólanum og taka þátt í undirbúningsstarfinu. Og núna er ég að fylgjast með starfi kennara, nemenda og skólastjórnenda í vetur því ég er að skrifa mastersritgerð sem heitir Frá hugmynd að veruleika. Þar er fjallað um hvernig gangi að framkvæma hugmyndafræðina þegar á veruleikann reyni og byggi ég þá umfjöllun á viðtölum við kennara, foreldra og skólanefnd síðast liðið sumar, í vetur og næsta vor. Einnig fylgist ég með vinnu nemenda og annarra í skólanum í vetur. Jón Torfi Jónasson prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands er leiðbeinandi minn.

 

Nánar um þetta má lesa á vefsíðu Jónu.

 

Jóna kom að undirbúningi skólans sem starfsmaður menntamálaráðuneytisins, en hún var framhaldsskólakennari og áfangastjóri til margra ára í MK.  Þess má geta að Jóna var jafnframt tengiliður menntamálaráðuneytisins við fjárnámsverkefni Grundfirðinga á árunum 1999-2004.