Kennsla hefst skv. stundaskrám mánudaginn 1.september.

Nýr kennari hefur bæst í hópinn en það er Tryggvi Hermannsson sem einnig hefur verið ráðinn organisti hér við Setbergsprestakall. Tryggvi mun sjá um forskólann, ásamt tónfræði-og píanókennslu, en sérstök áhersla verður lögð á eflingu söngstarfs m.a. í samstarfi við grunnskólann.