Ungmennafélagið vill koma eftir farandi á framfæri við foreldra.

Síðustu daga hafa greiðsluseðlar vegna æfingagjalda fyrir september til desember verið að koma í hús. Þau mistök urðu við prentun seðlana að einungis kemur fram nafn foreldra á seðlunum en ekki nöfn barnanna eins og alltaf hefur verið.

Einnig eru upphæðirnar á seðlunum misjafnar og er það vegna þess að börn sem eru virkir félagar í einhverjum af klúbbum Landsbankans fá 10% afslátt af æfingagjöldunum en þar sem það gleymdist að reikna afsláttinn á síðustu seðlum sem voru fyrir tímabilið maí til ágúst þá kemur tvöfaldur afsláttur núna. UMFG hefur gert samning við INTRUMi þannig að nú fara ógreiddir seðlar sjálfkrafa í innheimtu hjá INTRUM eftir ákveðinn tíma. Við hvetjum þá sem enn eiga eftir að gera upp eldri æfingagjöld að gera það hið fyrsta svo ekki þurfi að útiloka börnin frá keppni og setja skuldina í frekari innheimtu.